Fréttir
Hægagangur við upplýsingaleit í Ökutækjaskrá
Undanfarna daga hafa sumir viðskiptavinir Upplýsingaheima orðið varir við hægagang við upplýsingaleit í Ökutækjaskrá. Skýrr vinnur nú hörðum höndum með samstarfsaðilum fyrirtækisins að því að komast að rótum orsaka hægagangsins og leysa vandamálið hratt og vel. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem viðskiptavinir kunna að verða fyrir af þessum völdum.